Nokia Mono Bluetooth Headset BH 217 - Rafhlaðan hlaðin

background image

Rafhlaðan hlaðin

Áður en rafhlaðan er hlaðin skaltu lesa
vandlega “Upplýsingar um rafhlöðu og
hleðslutæki”.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband

við innstungu.

2. Tengdu snúru hleðslutækisins við

tengið.

Til að hlaða höfuðtólið þegar það

er í klemmunni eða bílvöggunni
seturðu neðri hluta höfuðtólsins
í klemmuna eða bílvögguna (12),
og tengir hleðslusnúruna við
hleðslutengið á klemmunni eða
bílvöggunni (13).

Rauða stöðuljósið logar meðan

á hleðslu stendur. Það getur tekið
allt að 2 klukkustundir að hlaða
rafhlöðuna að fullu.

3. Græna stöðuljósið logar þegar

rafhlaðan er fullhlaðin.
Hleðslutækið er fyrst tekið úr
sambandi við höfuðtólið (eða
klemmuna eða bílvögguna), og
síðan úr rafmagnsinnstungunni.

Þegar hleðslutæki er tekið úr

sambandi skal taka í klóna, ekki
snúruna.

background image

ÍSLENSKA

Fullhlaðin rafhlaða endist í allt að
5 klukkustundir í tali. Þegar
höfuðtólið er í klemmunni eða
bílvöggunni endist fullhlaðin rafhlaða
í allt að 3 mánuði í bið. Þegar
höfuðtólið er notað utan klemmunnar
eða bílvöggunnar endist fullhlaðin
rafhlaða í allt að 100 klukkustundir
í bið.

Staða rafhlöðunnar þegar höfuðtólið
er ekki tengt við hleðslutæki er
könnuð með því að ýta á valtakkann
þegar höfuðtólið er tengt við farsíma.
Ef stöðuljósið er grænt er rafhlaðan
nægilega hlaðin. Ef ljósið er gult gæti
þurft að hlaða rafhlöðuna bráðlega. Ef
ljósið er rautt skaltu hlaða rafhlöðuna.

Þegar rafhlöðuhleðslan er lítil gefur
höfuðtólið frá sér tón á 5 mínútna
fresti, rauða stöðuljósið blikkar og
ef raddáminning er virk heyrist
hljóðmerki. Ef raddáminning er virk
heyrist einnig hljóðmerki þegar
rafhlaðan er orðin alveg tóm.